Okkur langar kannski ekkert að heyra það, en flestir vilja nú meina að okkar helsta hindrun í lífinu, felist í okkar eigin hugsunum. Þannig eigum við það öll til að vera mjög sjálfsgagnrýnin og erum nokkuð góð í að rífa okkur niður í huganum. Margir munu því kannast við listan sem fylgir hér að neðan. Þar eru 9 atriði listuð upp, sem sögð eru hvað algengust í sjálfsgagnrýni og niðurrifi fólks. Í einhverjum tilfellum, getum við tengt atriðin við okkur sjálf. Í enn öðrum, getum við tengt atriðin við fólk sem við þekkjum og stendur okkur jafnvel nálægt.
Hér eru þau 9 atriði sem sögð eru hvað algengust, þegar kemur að okkar eigin sjálfsgagnrýni. Þetta eru atriði sem flestir kannast við. Einhvers konar neikvæðni, þar sem við efumst um okkur sjálf eða drögum úr okkur vegna okkar eigin hugsana. Í sumum tilfellum eiga atriðin við fólk sem við þekkjum og er jafnvel nálægt okkur.
- Ég þarf að vera betri/fullkomnari
- Það er eitthvað erfiðara hjá mér, en öðrum
- Ef ég hunsa vandamálið, hlýtur það að hverfa
- Ég er ekki á réttum aldri (of ung/ur eða of gömul/gamall)
- Ég er ekki þessi jákvæða, glaða týpa
- Ég dæmi ekki annað fólk (við gerum það öll!)
- Ef ég fylgi hjartanu, þá gengur allt upp (nei, blanda af innsæi og skynsemi virkar betur)
- Ég hef ekkert val
- Vinnan mín undirstrikar stöðu mína (nei, allt sem þú gerir og segir endurspeglar hversu verðugur einstaklingur þú ert)
Aðalmálið er að skilgreina þau atriði sem eiga við mann sjálfan og velta því síðan vel fyrir sér, hvernig við getum mögulega yfirstigið þau þannig að hugurinn sé ekki að hefta okkur, heldur frekar að vinna með okkur.
Hugurinn er nefnilega jafn sterkur á hinn veginn: Sumsé…. ef við hugsum jákvætt og minnum okkur oftar á okkar eigin styrkleika, þá er það eitthvað sem gerir okkur gott.
Þessi pistill birtist upphaflega á Medium.com, en hefur síðan verið birtur á Huffingtonpost og víðar. Höfundur heitir Lolly Daskal.