500 til 600 hjól tilkynnt stolin á ári

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær um 500 til 600 tilkynningar um stolin reiðhjól á ári hverju. Í fyrra voru tilkynningarnar 540 talsins, sem er mjög svipaður þeim fjölda og var árinu áður.


Ef hjól eru ekki sótt til lögreglunnar, enda þau á reiðhjólauppboði. Í fyrra voru um 100 hjól boðin upp á uppboði lögreglunnar og segist Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningafulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu búast við því að svipaður fjöldi verði í boði í sumar.


Næsta reiðhjólauppboð lögreglunnar verður væntanlega haldið í júní. Þetta kemur fram í svari Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til upplýsingaveitunnar spyr.is, samstarfssaðila Hringbrautar og er ekki spurt að ástæðulausu á þessum árstíma þegar landsmenn allir, svo að segja, taka út járnfáka sína úr tryggilegum geymslunum og geyma þau vikum saman á berangri vip hús sín.