300 milljóna króna styrkur til rannsókna

Hópur vísindamanna undir forystu Sigurðar Yngva Kristinssonar, yngsta prófessorsins í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið um 300 milljóna króna styrk (2,4 milljónir bandaríkjadala) til rannsóknar á forstigi mergæxla og framvindu sjúkdómsins í mannslíkamanum.

Liður í rannsókninni er að bjóða 140 þúsund einstaklingum búsettum á Íslandi í skimun. Þetta er einn stærsti styrkur sem vísindamaður við Háskóla Íslands hefur hlotið.

Féð mun renna til rannsóknarinnar frá stofnuninni International Myeloma Foundation í Kaliforníu.

Rektor HÍ kallar afrek Sigurðar Yngva og félaga stórkostleg tímamót.