19,5% flokkur. telst það gott?

Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins er nú algjör. Skv. nýrri skoðanakönnun MMR sem gerð var dagana 12. til 20. janúar er fylgi flokksins komið niður í 19.5%. Þetta er það svartasta sem flokkurinn hefur séð. Í könnun frá desember var fylgi flokksins komið niður í 20.6% og þótti mörgum nóg um.

 Með 19.5% fylgi hljóta að vakna spurningar um stöðu forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins hlýtur að vera órólegur þessa dagana, nýkominn heim frá Kína. Öll forysta flokksins er veik. Bjarni Benediktsson hlýtur að bera mesta ábyrgð sem formaður. Ólöf varaformaður er því miður að glíma við erfið veikindi, Illugi er rúinn trausti, Hanna Birna hefur verið hrakinn úr ríkisstjórn, Ragnheiður Elín þykir hafa nýtt tækifæri sín afar illa og lítið fer fyrir Kristjáni Þór Júlíussyni. Í þingflokknum er fátt um fína drætti og ekki mikið um sjálfsagða kosti til að leysa þá af í ríkisstjórninni sem verst hafa staðið sig.

Sigurganga Pírata heldur áfram. Þeir eru komnir í 37,8% og bæta enn við sig 9. mánuðinn í röð. Framsókn tapar frá síðustu könnun og er með 10%, Samfylking 10,4%, VG með 12,5% og Björt framtíð er komin niður í 4,4% sem þýddi að þeir næðu ekki inn manni á þing.

Miðað við þessa niðurstöðu skiptast þingsæti svona: Píratar 27 sæti, Sjálfstæðisflokkur 13, VG 9, Samfylking 7 og Framsókn 7 þingmenn.

 

Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn niður í 30,1%.

 

Er ekki kominn tími til að spyrja hvenær Sigmundur og Bjarni ætla að skila lyklunum að Stjórnarráðinu