Það kostar auðvitað blóð, svita og tár að gera kvikmyndir, svo ekki sé talað um þær stórmyndir sem Zetan ætlar að renna hérna yfir á eftir. En auðvitað gerist það í bíómyndum eins og annars saðar að einhver mistök eru gerð, við erum jú öll mannleg! Hér eru nokkur mistök úr 10 kvikmyndum sem allir þekkja.
1. Gladiator (1999)
Gaskútar sjást í einu atriðinu í Gladiator.
2. Pulp Fiction (1995)
Göt eftir byssukúlur sjást í vegg ÁÐUR en hleypt var af byssunum í atriðinu.
3. Star Wars: Episode V – The Empire Strikes Back (1980)
Í einu atriðinu í þessari mynd, er Harrison Ford greinilega í jakka þegar hann er sýndur í nærmynd, en ekki í jakka þegar myndavélin fer aðeins fjær í sama atriði.
4. Terminator 2: Judgement Day (1991)
Tæknideildin var augnabliki á undan Arnold Schwarszenegger í einu atriðinu í þessari mynd, því lítill hlutur springur aftan á höfði mótleikara Schwarszenegger, áður en hann svo mikið sem þrýstir á gikkinn sjálfur.
5. Pretty Woman (1990)
Í einu atriðinu í þessari mynd, sést Julia Roberts vera að borða croissant í morgunmat, sem breytist þó allt í einu í ameríska pönnuköku.
6. Skyfall (2012)
Stýrið í Bond bílnum Aston Martin DB5 var vinstra megin í þessari mynd þegar Daniel Craig keyrði bílinn. Stýrið var hins vegar allt í einu hægra megin þegar Craig var komin út úr bílnum.
7. Back to the Future (1985)
Undir lokin á myndinni, sést Michael J. Fox’s í hlutverki Marty McFly, taka trylltan gítarsóló. Nema hvað að tegundin á gítarnum var Gibson ES-345 sem varð ekki til fyrr en þó nokkuð mörgum árum eftir 1955, sem þó var árið sem atriðið átti að eiga sér stað.
8. Dirty Dancing (1987)
Patrick Swayze og Jennifer Grey heilluðu milljónir uppúr skónnum í þessari mynd. Í einu atriðinu eru þau að keyra á meðan Jennifer skiptir um föt í aftursætinu. Þótt þau séu á ,,ferð” í myndinni, er bíllinn greinilega í kyrrstöðugírnum ,,Park.”
9. The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring (2001)
Svo vandræðanlega vildi til að bíll sást í einu atriðinu í þessari mynd. Peter Jackson leikstjóri, lét lagfæra þetta fyrir DVD útgáfuna, en bíllinn sást í eintakinu sem sýnt var í kvikmyndahúsum.
10. Braveheart (1995)
Eitt augnablik sést bíll í atriði á þessari mynd.