Svona áttu að mála: 10 frábær ráð sem létta málningarvinnuna til muna - sjáðu myndirnar
Hringbraut skrifar
20. september 2019 kl. 11:30
Fréttir & pistlar
Deila þessari færslu
Það þekkja festir sem hafa málað að oftast er mesta vinnan falin í undirbúning og þrifum eftir að málað er, ekki í því að rúlla veggina. Þessi ráð hjálpa bæði að einfalda vinnuna og spara tíma við þrifin þegar búið er að mála.
Notið pappa undir málninguna og áhöldin. Ef þú finnur ekki pappabakka í matvörubúðinni er einfalt að skera til pappakassa. Þetta fækkar málningarslettum á gólfinu til muna.
Andlitsþurrkur auðvelda að ná upp latexmálningu. Þetta gildir þó aðeins um þær sem innihalda alkóhól því það mýkir upp latexið í málningunni. Þetta ráð virkar best ef málningin er búin að vera þurr í fáeinar klukkustundir.
Fyrir staði sem erfitt er að ná til virkar þetta vel. Takið púðann af kverkskera og límið hann á prik sem er ætlað til að hræra í málningu. Stórsniðugt til að mála á bak við klósettið eða á bak við ofna.
Til að koma í veg fyrir að málningarlímbandið rifni eða taki með sér nýju málninguna þegar það er fjarlægt er gott að hita það aðeins með hárblásara. Hitinn mýkir límið og auðveldar að fjarlægja það.
Vírherðatré má nota til þess að strjúka umfram málningu af penslinum. Neðri hluti herðatrésins er klipptur af og beygður þar til hann passar utan um dósina og er vírinn þá límdur við dósina. Kemur í veg fyrir málningarslettur utan á dósinni.
Ef það eru ekki til vírherðatré á heimilinu má setja gúmmíteygju utan um málningardósina.
Vefjið plastfilmu utan um hluti sem erfiðara er að verja t.d. klósett og vaska. Athugið þó að best er að setja einnig málningarlímband með fram veggjum o.þ.h.
Ef málningarlímbandið er orðið gamalt og farið að þorna upp má skella því í örbylgjuofn í 10 sekúndur. Hitinn mýkir upp límið.
Gott er að vefja álpappír utan um höldur, krækjur og hurðarhúna.
Góð leið til að halda málningarbökkum hreinum er að fóðra þá að innan með álpappír. Best er að nota þykkan pappír eða jafnvel 2 lög af álpappírnum til að vera viss um að hann haldi.