Hinn margrómaði og einn vinsælasti veitingastaður landsins, Grillmarkaðurinn, fagnar tíu ára afmæli um þessa dagana og af því tilefni er slegið upp veglegri veislu alla vikuna með skemmtilegum uppákomum með matarupplifun og gleði.
Afmælisvika Grillmarkaðarins hófst formlega í gær og stendur fram yfir helgi. Um helgina munu trúbadorar skemmta gestum og Aron Can á fimmtudagskvöldið. Útbúinn var sérstakur afmælismatseðill þar sem nokkrir gamlir vinsælir réttir líta aftur dagsins ljós. Bakarinn knái og sívinsæli, Gulli Arnar, fenginn til að búa til sérstakan afmæliseftirrétt í anda Grillmarkaðarins með góðri útkomu.
Hér má sjá afmælisseðilinn./Ljósmyndir aðsendar.
Aðspurð segir Hrefna Sætran að mikið vatn runnið til sjávar frá því að Grillmarkaðurinn opnaði. „Þessi 10 ár hafa flogið en eins og sagt er þá flýgur tíminn þegar það er gaman. Það er mikil vinna að opna veitingastað og ennþá meiri vinna að halda honum áfram góðum og ég held að okkur hafi tekist það ágætlega. Það er allavega alveg brjálað að gera hjá okkur og gestirnir okkar mjög ánægðir með matinn og þjónustuna. Fólk kemur til okkar af allskonar tilefni. Halda upp á afmæli, útskrift, stefnumót eða bara vinir að njóta saman svo það er alltaf stuð á Grillmarkaðnum. Við erum afar stolt af því að bjóða upp á hágæða íslenskt kjöt sem við leggjum mikla vinnu í að hafa. Það eru alls ekki allir staðir með íslenskt kjöt því það er dýrara og meiri vinna að nálgast það en við viljum kaupa íslenskt og styðja við bændur landsins. Það höfum við gert frá fyrsta degi og gerum enn í dag," segir Hrefna og nokkuð ljóst að mikil stemningin verður á Grillmarkaðinum næstu daga sem aðra daga.
Eftirréttirnir hans Gulla Arnars bráðna í munni og enginn sælkeri stenst þessa.
Dagskráin er hin fjölbreytasta og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og kitla bragðlauka og sál.
*Kynning.