10 ára afmæli Grillmarkaðarins fagnað með pomp og prakt

Hinn margrómaði og einn vinsælasti veit­ingastaður lands­ins, Grill­markaður­inn, fagnar tíu ára af­mæli um þess­a dagana og af því til­efni er slegið upp veg­legri veislu alla vik­una með skemmti­leg­um uppá­kom­um með matarupplifun og gleði.

Af­mælisvik­a Grillmarkaðarins hófst form­lega í gær og stend­ur fram yfir helgi. Um helg­ina munu trúba­dor­ar skemmta gest­um og Aron Can á fimmtu­dags­kvöldið. Útbú­inn var sér­stak­ur af­mæl­is­mat­seðill þar sem nokkr­ir gaml­ir vin­sæl­ir rétt­ir líta aft­ur dags­ins ljós. Bak­ar­inn knái og sívin­sæli, Gulli Arn­ar, feng­inn til að búa til sér­stak­an af­mælis­eft­ir­rétt í anda Grill­markaðar­ins með góðri útkomu.

M&H Grillmarkaðurinn 1.jpeg

Hér má sjá afmælisseðilinn./Ljósmyndir aðsendar.

Aðspurð segir Hrefna Sætr­an að mikið vatn runnið til sjáv­ar frá því að Grill­markaður­inn opnaði. „Þessi 10 ár hafa flogið en eins og sagt er þá flýg­ur tím­inn þegar það er gam­an. Það er mik­il vinna að opna veit­ingastað og ennþá meiri vinna að halda hon­um áfram góðum og ég held að okk­ur hafi tek­ist það ágæt­lega. Það er alla­vega al­veg brjálað að gera hjá okk­ur og gest­irn­ir okk­ar mjög ánægðir með mat­inn og þjón­ust­una. Fólk kem­ur til okk­ar af allskon­ar til­efni. Halda upp á af­mæli, út­skrift, stefnu­mót eða bara vin­ir að njóta sam­an svo það er alltaf stuð á Grill­markaðnum. Við erum afar stolt af því að bjóða upp á hágæða ís­lenskt kjöt sem við leggj­um mikla vinnu í að hafa. Það eru alls ekki all­ir staðir með ís­lenskt kjöt því það er dýr­ara og meiri vinna að nálg­ast það en við vilj­um kaupa ís­lenskt og styðja við bænd­ur lands­ins. Það höf­um við gert frá fyrsta degi og ger­um enn í dag," seg­ir Hrefna og nokkuð ljóst að mik­il stemningin verður á Grill­markaðinum næstu daga sem aðra daga.

M&H Grillmarkaðurinn 2 .jpeg

Eftirréttirnir hans Gulla Arnars bráðna í munni og enginn sælkeri stenst þessa.

M&H Grillmarkaðurinn 4.jpeg

Dagskráin er hin fjölbreytasta og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og kitla bragðlauka og sál.

*Kynning.