Þingkonurnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir verða gestir í Þjóðbraut í kvöld. Þær voru báðar kjörnar til setu í fjárlaganefnd. Mest verður rætt um fjárlagafrumvarpið í þætti kvöldsins.
Bjarkey segir frumvarpið vera dæmigert fjárlagafrumvarp hægri stjórnar, en Silja Dögg hafnar þeirri skilgreiningu.
Báðar segja þær að með breytingum á tilurð fjárlaga hafi möguleikar Alþingis til áhrifa á fjárlög verðið skertir mikið.
Auk þess að tala um fjárlög verður einnig rætt um stjórnarmyndun. Silja Dögg segist viss um að ekki verði mynduð ríkisstjórn án þátttöku Framsóknarflokksins.
Þjóðbraut er á dagskrá klukkan 21:00 í kvöld.
-sme