„Er ekki kominn tími til að skila lyklunum?“ Sennilega er þetta frægasta setning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þau ár sem hann hefur verið í stjórnmálum. Þá fann hann að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú má Bjarni beina orðum sínum til þess sem situr við enda ríkisstjórnarborðsins, til Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Hann hefur embætti forsætisráðherra en þrátt fyrir það dylst engum að Sigurður Ingi og flokkur hans nýtur ekki trausts meðal þjóðarinnnar. Segja má að ráðherrann og flokkurinn hafi tapað umboðinu.
„Þess vegna blasir sú spurning við, virðulegi forsætisráðherra: Hvers vegna ekki bara að skila lyklunum nú þegar?“ Þannig áréttaði Bjarni skoðun sína á þingi forðum daga. Já, hafi hugmynd Bjarna verið ágæt þá, er hún eflaust ekki síðri núna.
Það hlýtur að vera skelfileg staða að sitja í stjórnarráðshúsinu og horfa á allt fólkið sem spókar sig um í góða veðrinu. Ferðamenn og einnig þegna Íslands og lesa samtímis að flokkur forsætisráðherra er í bráðri hættu með að hafa það af. Ekki þarf mikið til að flokkurinn nái ekki manni á þing í komandi kosningum.
Ég finn til með forsætisráðherra. Rétt einsog ég fann til með Halldóri Ásgrímssyni, þá formanni Framsóknarflokks, þegar hann sat í sama stól og Sigurður Ingi gerir nú og finna alla daga að þjóðin vildi hann ekki.
Halldór skilaði lyklunum. Hvað gerir Sigurður Ingi?
Sigurjón M. Egilsson.