Þingmenn þögðu fram yfir kosningar

Þingmennirnir Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki og Jón Þór Ólafsson Pírati mættust í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þau töluðu um launahækkanirnar til handa þingmönnum og öðrum háttsettum embættismönnum. Sigríður upplýsti að þingmenn hafi allir vitað að laun þeirra yrðu hækkuð á kjördag. Samkvæmt því ákváðu þeir, allir sem einn að segja ekkert, fyrr en eftir kosningar.

„Allir þingflokkar vissu að þetta stæði til, það var búið að kynna forsætisnefnd þetta. Formenn allra flokka fengu upplýsingar um þetta. Þeir var sérstaklega boðið að gera athugasemdir. Forsætisnefnd kom með þá einu athugasemd að það væri óheppilegt að gera miklar hækkanir í stórum stökkum það ætti að gera þetta jafnt og þéttog væntanlega hefur þeim ábendingum á framfæri við kjararáð  allt kjörtímabilið,“ sagði Sigríður á Rás 2 í morgun.

Uppfært.

Sigríður Á. Andersen gerir þessa athugasemd:

„Heyrðu kæri Sigurjón. Vissu hvað? Ég nefndi að forsætisnefnd alþingis hefði vitað að verið var að endurskoða kjörin því kjararáð sendi nefndinni bréf með boði um að koma að athugasemdum. Ég sem almennur þingmaður vissi ekkert af því per se. Þá verður forsætisnefnd ekki ,,sökuð\" um að hafa vitað af þessari tilteknu hækkun því eina athugasemdin sem hún læt í té var einmitt sú að óheppilegt væri að kjör þingmanna tækju ekki breytingum um leið og kjör annarra á vinnumarkaði. Hitt er svo annað að öllum hefur mátt vera það ljóst lengi að kjör kjörinna fulltrúa væru til endurskoðunar eftir endurskoðun kjara forstöðumanna ríkisstofnanna, ráðyneytisstarfsmanna, saksóknara...... Það gat nú varla verið kosningamál. Eina pælingin sem ég man eftir að því leytinu var undrun margra að frkvst. SA gæti hugsað sér að hverfa úr því starfi fyrir þingmennsku, svona launalega. Þrátt fyrir þessa hækkun þá eiga kjörnir fulltrúar langt í land með að ná kjörum forystumanna aðila vinnumarkaðarins, þ.m.t. verkalýðshreyfingarinnar sem hefur nú allar sínar tekjur af félagsgjöldum sem innheimt er með skylduaðild launþega.“