Íslenski spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson getur hér eftir kallað sig metsöluhöfund á heimsvísu því nýleg bók hans, Snjóblinda trónir nú á toppi mest seldu rafbókanna á bóksöluvefndum Amazon, þeim stærsta sinnar tegundar í heiminum.
Forsaga málsins er jafn sérstæð og hún er skemmtileg. Ragnar hitti á dögunum einn kunnasta spennusagnahöfund heims, Lee Child og bauð honum bók sína, en Lee vildi með engu móti þiggja hana að gjöf; hann hefði það fyrir sið að kaupa þær bækur sem hann langaði í - og vissulega myndi hann kaupa bókina af Ragnari. Við þetta tækifæri var smellt ljósmynd af köppunum þar sem viðskiptin fóru fram - og slíka athygli vakti myndin að forráðamenn Amazon afréðu að setja bók Ragnars á sérstakt tilboðsvef á bóksöluvefnum sem reyndist harla rétt ákvörðun hjá þeim því bókin tók þegar að rokseljast, svo mjög reyndar að hún komst á topp rafbókalistans í Bretlandi á nokkrum dögum.
Þykir þetta reyfara líkast.