Með efasemdir um esb

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar kvaðst í gærkvöldi í samtali við Pál Magnússon á Þjóðbraut vera að næra með sér efasemdir um Evrópusambandið og evruna og ef eitthvað væri hefðu þær ágerst í seinni tíð.Taldi hann þó Evrópuaðild besta kostinn fyrir Íslendinga, horfa yrði samt til þess að ef eitthvað betra byðist Íslendingum en ESB-aðild til að auka hagsæld og lífsgæði Íslendinga þá væri eðlilegt að skoða það. Árni tók undir sjónarmið þess efnis að Ísland væri nú þegar orðinn aðili að öllum meginhluta þess regluverks sem væri við lýði innan Evrópusambandsríkjanna og ef til vill þyrftu Íslendingar ekki á restinni að halda ef annað betra byðist; margir helstu kostir aðildar væru þegar komnir fram með EES-samningnum.


Þátturinn Þjóðbraut var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Hrignbraut í kvöld kl. 21.00 og verður endursýndur síðar í kvöld, en hægt er einnig að nálgast þáttinn á hingbraut.is undir sjónvarpsflipanum, en allir þættir Hringbrautar eru hýstir þar í tímaröð.


Þjóðbraut á Hringbraut