Launa­hækk­an­ir stjórn­mála­manna út úr korti

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir stöðuna á vinnu­markaði vera grafal­var­lega og að sjá megi skýr merki kóln­un­ar í hag­kerf­inu. Þetta kom fram í ræðu henn­ar á Iðnþingi sem haldið er í Hörpu í dag en þar gagn­rýndi hún einnig harðlega launa­hækk­an­ir stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna.

„Staðan á vinnu­markaði er grafal­var­leg. Eft­ir for­dæma­lausa hagsveiflu sjá­um við skýr merki kóln­un­ar í hag­kerf­inu - í fyrsta sinn í sjö ár. Lam­andi verk­föll beint ofan í þessa stöðu gætu valdið mikl­um skaða. Um það er ekki deilt. Því er jafn­vel hótað að skaða sem mest,\" sagði Guðrún á Iðnþingi í dag.

Nánar á

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/03/07/launahaekkanir_stjornmalamanna_ut_ur_korti/