Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir stöðuna á vinnumarkaði vera grafalvarlega og að sjá megi skýr merki kólnunar í hagkerfinu. Þetta kom fram í ræðu hennar á Iðnþingi sem haldið er í Hörpu í dag en þar gagnrýndi hún einnig harðlega launahækkanir stjórnmála- og embættismanna.
„Staðan á vinnumarkaði er grafalvarleg. Eftir fordæmalausa hagsveiflu sjáum við skýr merki kólnunar í hagkerfinu - í fyrsta sinn í sjö ár. Lamandi verkföll beint ofan í þessa stöðu gætu valdið miklum skaða. Um það er ekki deilt. Því er jafnvel hótað að skaða sem mest,\" sagði Guðrún á Iðnþingi í dag.
Nánar á
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/03/07/launahaekkanir_stjornmalamanna_ut_ur_korti/