Kokkasögur hefjast á sunnudag kl.21.30

Þátturinn Kokkasögur hefur göngu sína á Hringbraut kl.21.30 á sunnudagskvöld. Kokkasögur er spjallþáttur á léttum nótum með sögum úr veitingageiranum og matvælaiðnaðinum , kokkanámið, kokkapólitíkin, áskoranir og staðreyndir tengdar faginu. 

Umsjónarmaður þáttarins er Gissur Guðmundsson, fyrrverandi forseti alheimssamtaka matreiðslumeistara og félaga matreiðslumeistara á Íslandi og á Norðurlöndunum. Hann hefur rekið veitingastaði í Noregi og á Íslandi og þekkir allar hliðar matreiðslugeirans.

Undirbúningur og framleiðsla þáttanna hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hér má sjá nokkrar myndir frá tökum fyrstu þátta þar sem gestir eru Bjarni Gunnar Kristjánsson og Nanna Rögnvaldsdóttir, Níels Sigurður Olgeirsson og Illugi Gunnarsson, Stefán Viðarsson og Guðvarður Gíslason, Jakob H Magnússon og Ísólfur Gylfi Pálmason.

\"\"

\"\"

\"\"

\"\"