Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar tveggja ritstjóra Stundarinnar, segir að fyrstu viðbrögð Þorsteins Más Baldvinssonar, einn af eigendum Samherja, hafi ekki komið sér á óvart. Hún segir að Þorsteinn hafi byrjað á því að skella skuldinni, vegna Samherjamálsins, á fréttamanninn Helga Seljan og síðan á uppljóstrarann Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi rekstrarstjóra Samherja í Namibíu.
Hún segir að eftir að Þorsteinn hafi fengið mjög ítarlega viðtalsbeiðni frá Kveik og Al Jezera vegna Samherjamálsins hafi hann brugðist við þeim með að fara í viðtal hjá Bylgjunni og úthúða Helga Seljan.
„Hann bregst við þessu með því að fara í viðtal á Bylgjunni, þar sem hann úthúðar Helgja Seljan, tekur hann fyrir og segir hann hafa einhverjar annarlegar hvatir gegn sér.“
Þá segir Ingibjörg að gögn málsins sýni að mútugreiðslurnar héldu áfram eftir að Jóhannes hafi látið af störfum fyrir fyrirtækið og að þær hafi aukist eftir að Jóhannes hafi hætt að starfa hjá Samherja.
„Næstu viðbrögð voru fyrirséð en það var að skella skuldinni á uppljóstrarann, einn mann. Það átti víst bara einn maður að hafa gerst sekur vegna þessa viðskiptahátta. En gögn málsins sýna bara að mútugreiðslurnar héldu áfram eftir að hann lét af störfum fyrir fyrirtækið, þær jukust eftir að hann hætti. Hann hafði aldrei aðgang að reikningum Samherja. Hann sem einn maður gat ekki staðið í þessu, einn og sér.“
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir voru gestir í fréttaskýringarþættinum 21 hér á Hringbraut. Hægt er að horfa á þáttinn hér að neðan.