Íbúðalán: séríslenska þrautagangan

\"Því er ekki nóg að fórna einni kynslóð á altari verðtryggingar og hárra vaxta? Við hljótum að ætla börnum okkar eitthvað annað og betra,\" spyr Margrét Kristmannsdóttir, kaupmaður í nýjasta pistli sínum á hringbraut.is.

Hún fagnar auknum áhuga á húsnæðismálum ungs fólks, svo sem á Alþingi, en saknar umræðu um stærsta hagsmunamálið í því efni, björninn sé ekki unninn þegar flutt er í eeigið húsnæði, því þá hefjist önnur séríslensk þrautarganga sem stendur áratugum saman.

\"Það má kalla mína kynslóð verðtryggingarkynslóð enda var verðtryggingin komin á þegar við keyptum okkar fyrstu fasteign og við þekkjum því ekki það ástand þegar bæði lán og sparnaður brunnu upp á verðbólgubáli eins og gerðist árin á undan,\" skrifar Margréet og óttast að börnin hennar og barnabörnin muni þurfa að búa við sama ástandið um ókomin ár og áratugi.

Hún minnir á að áhugu ungs fólks á að flytja utan og stofna þar heimili stafi af betri lífskjörum, hærri laun, styttri vinnuvika og lægri matarverð sé þar nefnt til sögunnar, en allir séu þó sammála um að stærsta búbótin felist í mun lægri greiðslubyrði af húsnæðislánum, þar sé engin verðtrygging, vextir á bilinu 1 -2% og lánin lækki við hverja greiðslu.

\"En nú þegar við Íslendingar erum að rétta úr kútnum,\" skrifar Margrét \"sjáum við gamalkunn teikn á lofti – þensla er í hagkerfinu, verðbólga fer vaxandi og Seðlabankinn grípur til gamalkunnra ráða og hækkar vexti til að slá á vaxandi verðbólgu. Það er því lítið í kortunum sem segir okkur Íslendingum að lægri vextir eða skaðleysi verðtryggingarinnar sé í kortunum á komandi misserum. Það er því fyrirséð að íslensk heimili og fyrirtæki munu halda áfram að greiða miklu hærri upphæðir í afborganir lána en þekkist í nágrannalöndum okkar. Áætlað er að þessi fórnarkostnaður sé aldrei undir 200 milljörðum árleg eða upphæð sem samsvarar um 300 jáeindaskönnum sem Kári gaf þjóðinni um daginn.\"

Þetta finnst Margréti full til mikill fórnarkostnaður af litlum gjaldmiðli: \"Og áfram höldum við að rífast um það hvort að krónan sé versti gjaldmiðill í heimi eða sá besti – umræðan fer öfgana á milli eftir því í hvaða „liði“ við erum. Á meðan er keyrt eftir sama kúrsinum og alltaf höldum við áfram að borga. 300 jáeindaskannar “út um gluggann” á hverju ári á sama tíma og við segjumst ekki hafa efni á því að reisa við heilbrigðiskerfið, höfum ekki efni á því að sinna öldruðum og örykjum með sóma – já höfum ekki efni á svo mörgu,\" skrifar kaupmaðurinn og spyr hvort ekki sé rétt að breyta um kúrs, barnanna okkar vegna.