Hefði viljað ná meiru inn í stjórnarsáttmálann

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra viðurkennir að við upphaf stjórnarmyndunarviðræðnanna hafi hann vonast eftir að ná meiru fram en raunin var í stjórnarsáttmálanum. Hann hefði viljað sjá ákveðna hluta sáttmálans orðaða á afdráttarlausari hátt. Hér að neðan má sjá brot úr viðtali Sölva Tryggvasonar við Benedikt, sem birtist í heild í sjónvarpsþættinum Þjóðbraut á Hringbraut í kvöld klukkan 21