Fram hefur komið hjá ýmsum álitsgjöfum þjóðarinnar svo sem Agli Helgasyni að sá frambjóðandi sem e.t.v. gæti veitt Andra Snæ Magnússyni hvað mesta samkeppni í baráttunni um Bessastaði sé Guðni Th. Jóhannesson.
Lífsskoðanir forsetaframbjóðenda skipta máli þegar þjóðin kýs sér þjóðhöfðingja. Í facebook-færslu Guðna í gær kemur fram að hann hafi setið fund í gær með gömlum liðsmönnum í KFUM.
\"Skemmtilegum en annasömum degi að ljúka. Örlögin réðu því að hann hófst á skemmtilegu spjalli um andans mál og fleira hjá trúleysingjum tveimur í Harmageddon... Deginum lauk svo með erindi hjá gömlum liðsmönnum KFUM. Þar var líka gaman að vera. Ögrandi að nálgast lífsgátuna og fleira frá ólíkum sjónarhólum,\" skrifar sagnfræðidoktorinn Guðni Th. m.a. í facebook-færslu sinni.
Hringbraut hafði samband við Guðna vegna skrifanna og spurði hann út í trú á Guð og aðild að trúfélögum.
Trúir þú á Guð, Guðni og ertu í þjóðkirkjunni?