Indriði Haukur Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að hinu flóknu fjármálaflutningar, sem félög í eigu Samherja stóðu í til að lána Eyþór Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðismanna í Reykjavík, svo hann geti keypt hlutabréf í Morgunblaðinu, ekki eðlilega. Hann segir að það sé ómögulegt að skilja hvað liggi bak við þessa fjármagnsflutninga.
„Nei ég held það sé langt í frá. Ef ég man rétt þá kom einnig fram að hlutabréfin sem einkahlutafélag Eyþórs kaupir eru talin verðlaus. Þá spyr maður sig af hverju að taka hundruð milljóna króna lán til að kaupa verðlaus hlutabréf? Nú ef til stendur að, sem einnig hefur komið fram, að þessi lán verði afskrifuð þá er málið enn þá furðulegra vegna þess að þá stendur Eyþór eftir með verðlaus hlutabréf og niðurfellingar skuldar sem eftir öllum venjulegum reglum ættu þá að teljast til tekna hjá félaginu í skattalegu tilliti. Þannig mér er bara ómögulegt að skilja þennan gjörning eða hvað liggur þar að baki.“
Hér að neðan má sjá allt viðtalið við Indriða Hauk Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra.