„Það er á ábyrgð 14 ára gamallar stúlku með þroskaskerðingu að halda körlum sem sofa hjá henni OG VITA AÐ HÚN ER Í NÍUNDA BEKK upplýstum um það hversu gömul hún er. ÞAÐ ER Á HENNAR ÁBYRGÐ, HANN ÞARF EKKI AÐ KYNNA SÉR MÁLIÐ. Ég get ekki meir. Get ekki. Fokki þetta land sér,“ skrifar femínistinn Hildur Lilliendahl á eigin fésbók.
Ný reiðibylgja fer nú um landið og má víða lesa á samfélagsmiðlum stóryrði sem fela í sér sársauka eftir að tveir sýknudómar í kynferðisbrotamálum vofu felldir í dag gegn börnum og þroskaskertum. Sýknudómarnir hafa ýft upp sárin sem ekki eru enn gróin í huga margra sem telja að sýknan í hópnauðgunarmálinu á dögunum sé skandall.
Hafa m.a. verið rifjuð upp þau ummæli Stígamóta að svo sé nú komið að vart sé hægt að mæla með því að þolendur lynferðisbrota leiti réttar síns, réttlætið vanti gjörsamlega.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur blandast inn í þessa umræðu og hvetur þolendur til að kæra.
Viðhorf dómstóla til kynferðisofbeldis hafa eftir því sem fram kemur á samfélagsmiðlum sjaldan eða aldrei mætt eins harðri gagnrýni og þessa dagana.