Flokksmenn leggja hönnu birnu í einelti

\"Á sama tíma og mér þykir mikilvægt að gott fólk gefi kost á sér í stjórnmálum þá finnst mér erfitt að hvetja fólk til þess þegar samherjar og flokksfélagar koma fram með þeim hætti sem nú er gert við Hönnu Birnu.\"

Þetta skrifar Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og mikill stuðningsmaður Hönnu Birnu Kristjándsdóttur á fésbókarsíðu sína í tilefni af því að Hanna Birna hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Ásdís Halla metur það svo að flokksfélegar hafi farið illa með Hönnu Birnu.

\"Fáir stjórnmálamenn hafa axlað ábyrgð með þeim hætti sem hún gerði þegar hún sagði af sér vegna lekamálsins þrátt fyrir að upphaf þess hafi mátt rekja til atburða sem hún hafði enga vitneskju um,\" skrifar Ásdís Halla um raunir vinkonu sinnar. \"Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að málið hefur reynst henni pólitískt og persónulega erfitt,\" skrifar hún áfram \"en í staðinn fyrir að fá stuðning við að koma til baka og byggja upp traust á ný velja tveir forystumenn í flokknum, í þessu DV viðtali, að beita lúalegum aðferðum við að sparka í liggjandi konu,\" skrifar Ásdís án þess að taltaka hverjir þar hafi verið á ferðinni. \"Ef við viljum halda góðu fólki og fá gott fólk í stjórnmálin þá verður fullorðna fólkið hratt og örugglega að átta sig á því sem börnin vita; Einelti er ógeð!\"