\"Maður talar alltaf um trú á sjálfan sig en svo festist ég í Ölpunum ekki alls fyrir löngu og fór beint í Guð!\" sagði Andri Snær Magnason rithöfundur og forsetaframbjóðandi á fundi á Hótel Kea á Akureyri í gær. Þá hafði komið spurning úr sal hvort hann væri trúaður. Kom fram að Andri Snær væri í þjóðkirkjunni.
Húsfyllir var hjá Andra Snæ og hvert sæti setið í salnum. Hann ræddi helstu stefnumál, landið, tunguna og fleira. M.a. var hann spurður hvort hann kynni að ljúga á ensku með augljósri tilvísun í frægt viðtal við Sigmund Davíð sem felldi hann úr stóli forsætisráðherra. \"Yes,\" svaraði Andri með íronískum svip á andlitinu.