Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi vegna sértækra aðgerða stjórnvalda til bjargar byggð í Grímsey, en samfélagið þar hefur átt mjög undir högg að sækja síðustu árin.
Heiða Kristín vill með fyrirspurn sinni annars vegar vita hversu miklum fjárhæðum verði varið til átaksins og hins vegar hvort forsætisráðuneytið, sem stýrir átakinu hafi vitneskju um hvort verkefni af þessum toga hafi skilað árangri á öðrum stöðum.
\"Það sem skiptir máli er að fjármunum úr sameriginlegum sjóði okkar allra sé sem best varið og að svona aðgerðir skili árangri,\" segir í fyrirspurn þingmannsins sem kveðst hafa þá tilfinningu að íslensk byggðastefna sé bæði tilviljanakennd og ómarkviss.