Bankastjóri ríkisbanka fær 41% hækkun

Mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans, Steinþórs Pálssonar, hækkuðu um 565.000 krónur vegna úrskurðar kjararáðs fyrr í mánuðinum.

Þetta kemur fram á forsíðu Moggans í dag en hækkun mánaðarlauna bankastjórans er 41%.

Fram kemur í blaðinu að í úrskurði kjararáðs segi að bankinn hafi krafist þess að kjararáð leiðrétti launin frá og með 1. júní 2010. Ekki hafi ráðið orðið við því en hækkunin tók gildi 1. des. sl.