90% segjast trúa á algóðan guð

Algóður guð virðist vera ríkur í hugum landsmanna ef marka má óformlega skoðanakönnun sem verið hefur á forsíðunni á hringbraut.is síðustu daga í tilefni af páskahátíðinni, mestu trúarhátíð kristinna manna. Spurt var; trúir þú á algóðan guð? 90% svarenda sögðust gera það, en 10% ekki.


Þetta er afgerandi niðurstaða og ef til vill nokkuð á skjön við háværa umræðu síðustu missera um aðskilnað ríkis og kirkju og auknar kröfur í þá veru að þáttur Þjóðkirkjunnar í kennslu og uppeldi fari þverrandi.


Þjóðkirkjan hefur heldur látið undan síga í samkeppni trúarbragðanna hér á landi á undanförnum árum. Fyrir 30 árum voru vel yfir 90% landsmanna innan raða hennar, en nú teljast rösklega 70% íbúa landsins til ríkiskirkjunnar.


Eftir stendur þó að langflestir landsmenn eru guðstrúar, ef marka má téða könnun sem er óformleg vefkönnun.