10 bestu heilsuráð þorbjargar

Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og rithöfundur hefur fyrir margt löngu vakið mikla athygli fyrir heilsuráð sín og skrif um bættan lífsstíl, en sjálf er hún gangandi dæmi um konu sem kann að lifa lífinu. Í einna bókanna sem hún hefur sent frá sér gefur hún fólki 10 ráð sem hún heldur sérstaklega mikið upp á þegar kemur að bættum lífsstíl: 

  1.  Forðastu viðbætt­an syk­ur. Þetta er besta ráð sem ég get gefið! Ef þú borðar of mik­inn syk­ur þá munt þú eld­ast á of­ur­hraða. Marg­ir vita ekki að ég var háð sykri, ég var alltaf þreytt, löt, þrút­in og þjáðist af ex­emi. Svo langaði mig alltaf í sæt­indi, brauð og morgun­korn.

  2. Þegar (og ef) þú borðar brauð, veldu þá heil­hveiti­brauð. Lík­am­inn ræður ekki við hvíta hveitið. Og ef glút­ein hent­ar þér ekki, lestu þá vand­lega utan á umbúðir og leit­astu eft­ir að kaupa glút­ein­laust heil­hveiti­brauð.

  3. Ekki forðast fitu, veldu réttu fit­una. Holl fita hef­ur góð áhrif á lík­amann og stuðlar að grönn­um lík­ams­vexti. Marg­ir kenna fit­unni um offitu og hjarta­sjúk­dóma en það er ekki fit­an sem veld­ur þess­um sjúk­dóm­um, það er hvít­ur syk­ur, hvítt hveiti og pasta.

  4. Fáðu próteinið úr líf­ræn­um eggj­um, fisk, plönt­um og dýr­um sem hafa al­ist á grasi. Ef þér finnst þú vera orku­laus og finn­ur fyr­ir mik­illi þreytu þá gæti verið að þig vanti meira prótein. Fáðu próteinið úr gæðavör­um.

  5. Gæddu þér á hnet­um, möndl­um og fræj­um á hverj­um degi. Þetta er gott snakk sem er stút­fullt af nær­ing­ar­efn­um. Svo eru þetta frá­bært meðlæti með stærri máltíðum.

  6. Ýttu und­ir feg­urðina með því að borða nokkra bolla af líf­rænu græn­meti, ávöxt­um og berj­um á hverj­um degi. Þrátt fyr­ir að nær­ing­ar­fræðing­ar séu ekki alltaf á sama máli þá virðast flest­ir vera sam­mála um að flest­ir mættu borða meira af græn­meti. Reyndu að borða all­an regn­bog­ann. Þessi mat­ur er ekki aðeins lit­rík­ur og fal­leg­ur held­ur hef­ur hann einkar já­kvæð áhrif á lík­amann.

  7. Drekktu um einn og hálf­an lítra af vatni á dag ásamt hrein­um græn­met­issafa og grænu tei á dag. Manns­lík­am­inn er gerður úr 70% vatni og vatns­drykkja er okk­ur nauðsyn­leg. Ef þú drekk­ur ekki nóg vatn þá miss­ir þú orku og ein­beit­ingu og húðin verður þurr. Grænt te er nær­ing­ar­ríkt og gef­ur aukna orku og dreg­ur úr uppþembu. Og ef þú get­ur ekki lifað án kaff­is og áfeng­is, sjáðu þá til þess að þú kaup­ir aðeins gæðavöru og neyt­ir henn­ar í hófi.

  8. Borðaðu reglu­lega og aldrei sleppa morg­un­mat. Það eru þrjár megin­á­stæður fyr­ir því að fólk slepp­ir því að borða. 1) Það hef­ur ekki tíma, 2) það held­ur að það grenn­ist og 3) það hef­ur fengið rang­ar upp­lýs­ing­ar um að það sé hollt. Það að sleppa máltíð spar­ar okk­ur ekki tíma, það ger­ir okk­ur bara þreytt og ringluð. Það að borða ekki hæg­ir svo á melt­ing­unni og ýtir í raun bara und­ir þyngd­ar­aukn­ingu.

  9. Raðaðu rétt á mat­ar­disk­inn. Græn­meti ætti að vera á um 40% af diskn­um þínum, holl fita ætti að vera á um 30% af diskn­um og hollt prótein ætti að þekja hin 30% af mat­ar­diskn­um.

  10. Taktu fjölvíta­mín á hverj­um degi, jafn­vel þó þú borðir rétt. Flest okk­ar fara í gegn­um dag­inn á mikl­um hraða um­kringd meng­un og öðru sem hef­ur trufl­andi áhrif á lík­ams­starf­semi okk­ar. Hafðu í huga að það græn­meti sem við borðum nú til dags kem­ur þá oft úr nær­ing­arsnauðum jarðvegi og þetta hef­ur áhrif á nær­ing­ar­gildi mat­ar­ins.